We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Íslenska konan

by Valur Heiðar

/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      €15 EUR  or more

     

1.
Fangi hugans 03:40
Máttur sálar þinnar snertir hjarta mitt, birtast horfnar myndir, bjarta brosið þitt. Lífið er svo ótrúlegt, alltaf eitthvað nýtt í bland við gamlar myndir - brosið þitt svo blítt. Ég er fangi hugans og þar finn ég sjálfan mig þar ferðast ég í fortíð og svo fæ ég þar að snerta þig. Snerting þín er þannig að það er einsog ég fljúgi milli rimla og finni nýjan veg. Ég er fangi hugans og þar finn ég sjálfan mig þar ferðast ég í fortíð og svo fæ ég þar að snerta þig. Máttur sálar þinnar snertir hjarta mitt ...
2.
Álfkonan 04:59
Ég og þú Biðum of lengi Upp á von og trú Að efinn hyrfi En hamingjan er hverful og við fjarlægðumst og fórum á mis Eg reyndi og reyndi En aldrei þér gleymdi því leita ég aftur til þín Mig langar i ljósid Þitt bjarta í faðm þinn og Finna þitt hjarta Slá i takt vid mitt Vil vera um kyrrt Ó segdu ei ad eg se of seinn Vil ekki lengur vera einn Vil vera hja þer Viltu vera hja mer Í upphafi Skal endinn skoða en trúðu mér Því ég þér lofa að hugur minn er heill er ég segi Ég vil vera þín á hverjum degi Ég reyndi og reyndi en aldrei þér gleymdi Því leita ég aftur til þín Mig langar i ljósid Þitt bjarta í fadm þinn og Finna þitt hjarta Slá i takt vid mitt Vil vera um kyrrt Ó segdu ei ad eg se of seinn Vil ekki lengur vera einn Vil vera hja þer Viltu vera hja mer
3.
Ástin blindar, aleinn bíð ég hér. Ástin vaknar hjá mér í myrkrinu. Ástin blindar. Í faðmi fjöldans eða inní bíl með örvæntingu og hugarvíl. Magnað myrkur og mikill styrkur. Ástin blindar. Ást er hverful og hvikul hvar sem hún í myrkri fer – svo svikul. Eldurinn slokknar, ástin blindar. Ástin blindar, aleinn bíð ég hér. Ástin vaknar hjá mér í myrkrinu ... blindar. Og augu mín ávallt finna átök drauma þinna, þau stara á sorg eða synd svo saklaus og blind. Tárin falla, ég hef þig hjá mér horfnar allar myndir af þér. Ástin drekkir, blekkir, blindar. Ástin blindar, aleinn bíð ég hér. Ástin vaknar hjá mér í myrkrinu ... blindar.
4.
ÁstFanginn 03:54
Í gegnum rimlana Þú horfir a mig Og talar tungumál Sem ég tæplega skil Brosandi vefur þinn vef og tælir mig inn Togar í spottana Titring ég finn En ég þarf bara ad finna Hvort þú elskir mig yfirleitt Já ég þarf bara að vita hvort að lífið sé kannski breytt Því ég veit, ég veit ekki lengur neitt Þú tekur utan um mig Og til blóðs klórar mig Harkaleg ást eða misskil ég þig? Nú ég þarf bara ad finna Hvort þú elskir mig yfirleitt Já ég þarf bara að vita hvort að lífið sé loksins breytt því ég veit, ég veit ekki lengur neitt ÁstFangi þinn ÁstFanginn
5.
Íslenska konan (free) 05:01
Hún bar þig heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér. Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan sem ól þig og helgar sitt líf. Með landnemum sigld ún um svarrandi haf. Hún sefaði harma, hún vakt´er hún svaf. Hún þerraði tárin hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð. Ó, hún var ambáttin rjóð hún var ástkonan hljóð hún var amma svo fróð. Ó, athvarf umrenningsins inntak hjálpræðisins líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkrað´ og stritaði gleðisnauð ár Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín Hún er barnsmóðir þín. Hún er björt sólarsýn. Ó, hún er ást, hrein og tær Hún er alföður kær. Hún er Guðsmóðir skær. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin hún hnígur og sólin hún rís. Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís, sem alltaf er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, sem ann þér og helgar sitt líf.
6.
Mér er sama hvert við förum og endum yfirleitt okkar veröld hverfur – því verður varla breytt og öllu því sem gerist mun tímans tönn fá eytt af tilverunni geymist minna en ekki neitt. (Ó-nei). Hverju breytir það yfirleitt? Hverju breytir það yfirleitt? Ég rölti áfram veginn og hjartað mitt er heitt ég hugsa oft um fólkið sem deyr svo sárt og þreytt. Allt endar einhvern veginn – því verður varla breytt. Ég veit að stundum hef ég farið alltof greitt. Hverju breytir það yfirleitt? Hverju breytir það yfirleitt? Allt fer þetta jafnvel á versta veg en veröldin er kannski bara dásamleg. En hverju breytir það yfirleitt? Hverju breytir það yfirleitt?
7.
Betra líf 03:09
Úr heimabæ mínum held ég nú það hjálpar að fara burt. Efinn minn stóri, það ert þú sem ætlar að verð‘ um kjurt. Foreldrar mínir nú fella tár og finnst þeir hafa misst einkasoninn í hendur þeim sem heiminn hafa kysst. Ég er viss um að mín bíður betra líf fjötra átthaganna alla af mér ríf Alveg viss um að mín von er ekki hér og frelsið mun mér fagna höndum tveim Er fer ég burt, bara eitthvað, útí heim Fyrst var fjarlægðin fjarska blá, alltaf sól og hlýtt. Byggðist samt upp í brjósti þrá í brosið þitt svo blítt. Ég reyndi allt sem mig ungan fýsti og ég leitað‘ enn aldrei fann. Gekk alveg út að ystu mörkum en allur að innan brann Ég var viss um að mín biði betra líf Samt var bærinn okkar skjöldur minn og hlíf nokkuð viss um að mín von var ekki þar Og frelsið myndi fagna höndum tveim Er fengi ég að sjá hinn stóra heim Þó ég hafi farið víða, frelsið ekki fundið samt. Í brjósti mínu brenn af kvíða því leitað hef ég of langt, yfir skammt. Ég er viss um að mín bíður betra líf Bara þegar ég í bæinn aftur svíf Alveg viss um að þú brosir við mér þar Og frelsið mun mér fagna höndum tveim Er ferðalangur kemur aftur heim Úr heimabæ mínum held ég nú það hjálpar að fara burt.
8.
Morgunstund - opnaðu augun þín, yndisleg ... sól inn um gluggann skín, lít á þig – leita að skyrtunni ... læðist út umvafinn birtunni. Ég fæ þig aftur inn til mín. Þú hefur vængi, þú hefur vængi. Nóttin blá – undarleg augun þín æsa mig – fegursta draumasýn. Röddin þín, biðjandi blíð og góð, biður um töfrandi ástarljóð. Ég fæ þig aftur inn til mín. Þú hefur vængi. Yfir mér svífur þú. Þú hefur vængi. Þú hefur vængi og þú ert hjá mér nú. Þú hefur vængi, yfir mér svífur þú. Þú hefur vængi og þú ert hjá mér nú. Þú hefur vængi.
9.
Hallelúja 05:07
10.
Eitt augnablik öllum efasemdum var eytt á örskotstund mér fæddist von um að í tilverunni gæti fengið frið allt sem ég er ég get þakkað þér, þú, fyllir hjarta mitt af gleð' og ást fullvissu, ég þurfi ekk' að þjást Allt sem ég er , get þakkað þér ég væri ekki neitt í öngstræti, yfirgefinn og gæti engu breytt Ég mun gefa þér allt mitt, eilífðina og allt hitt myndi bera þig á örmum mér á köldum nóttum hlýja þér já, sumar jafnt og haust og um vetur eins og vor í, gleði jafnt og sorg ég skal standa þér við hlið, um alla tíð allt sem ég er ég get þakkað þér, þú, fyllir hjarta mitt af gleð' og ást fullvissu, ég þurfi ekk' að þjást Ég mun gefa þér allt mitt, eilífðina og allt hitt myndi bera þig á örmum mér á köldum nóttum hlýgja þér já, sumar jafnt og haust og um vetur eins og vor í, gleði jafnt og sorg ég skal standa þér við hlið, það ég vil. Sóló Hvað sem kemur fyrir – Ég mun elska þig – Ég mun elska þig Hvað sem dynur yfir – Ég mun elska þig – Ég mun elska þig Ég mun gefa þér allt mitt, eilífðina og allt hitt myndi bera þig á örmum mér á köldum nóttum hlýgja þér já, sumar jafnt og haust og um vetur eins og vor í, gleði jafnt og sorg ég skal standa þér við hlið, það ég vil.
11.
Vögguvísa 04:31
Sofðu elsku ástin mín komið að kveldi læðist hljótt upp í til þín og legg aftur augun Dúnmjúk sængin, líkami þinn Hægt upp mig hita Svefninn vitjar ekki um sinn Og ég sáttur vaki Á morgun kemur nýr dagur Ég óska þess eins að eiga hann með þér En þangað til þá Góða nótt – Sofðu rótt Hægur sláttur, hjarta þitt Í þögninni heyrist Kolniðamyrkur, allt er kyrrt Nema tifandi klukka Á morgun kemur nýr dagur Ég óska þess eins að eiga hann með þér En þangað til þá Góða nótt – Sofðu rótt Og þangað til dagur rís Ég mun gæta þinna drauma dís Allt sem ég er – ég býð þér Góða nótt – Sofðu rótt

about

First solo album of singer-songwriter Valur Heiðar features mainly voice & piano but then also guitars, strings and even a Saxafone gets thrown in the mix.

Perfect for those cold winter nights,
maybe with a glass of wine by the fire.

credits

released November 25, 2011

Sound engineer and mix:Þröstur Jóhannson
Mastering: Finnur Hákonarsson

Produced by:
Valur Heiðar Sævarsson
Stefán H. Henrýsson
Davíð Þór Hlinason
Þröstur Jóhannsson

Vocals: Valur Heiðar Sævarsson
Piano: Stefán H. Henrýsson
Electric guitar: Davíð Þór Hlinason
Acoustic guitar: Þröstur Jóhannsson
Violin: Karl Petska
Saxafone: Jens Hansson
Percussion: Eysteinn Eysteinsson
Bass: Kristinn J. Gallagher
Vocal in Álfkonan: Regína Ósk Óskarsdóttir
Strings: Davíð Þór Hlinason

Album cover picture: Arnold Bjornsson
Model: Ragnheidur Ragnarsdottir
Album Design: Olof Erla

license

all rights reserved

tags

about

Valur Heiðar Reykjavík, Iceland

It's all about the music..
If I didn't have that..
well then the sky
would be gray

contact / help

Contact Valur Heiðar

Streaming and
Download help

Report this album or account

Valur Heiðar recommends:

If you like Valur Heiðar, you may also like: